1.7 C
Selfoss

„Jörðin okkar“

Vinsælast

Nemendur Bláskógaskóla Reykholti héldu árshátíð sína föstudaginn 17. nóvember sl. Yfirskrift hátíðarinnar í þetta sinn var „Jörðin okkar“ og var hún haldin í lok þemadaga. Á þemadögunum voru unnin verkefni, svo sem mikilvægi flokkunar sorps og að standa vörð um náttúruna og samfélagið og vinna saman í sátt og samlyndi.

Árshátíðin fór einstaklega vel fram, hvert stig var með leikþátt og hver nemandi hafði hlutverk og fóru þeir á kostum. Nemendur á unglingastigi höfðu tekið upp á myndbönd skemmtilega texta sem þeir höfðu samið við rapplög. Textarnir fjölluðu allir um mikilvægi þess að fara vel með jörðina og voru þessi myndbönd jafnframt sýnd á árshátíðinni. Allt efni sem var flutt var samið af nemendum í samráði við kennara en nemendur sungu líka mikið af gömlum góðum lögum sem fjalla um náttúruvernd.

Bláskógaskóli Reykholti vinnur nú að því að flagga Grænfánanum og var þema árshátíðarinnar í takti við það verkefni. Nemendur vinna nú að því að koma upp útikennslustofu fyrir vorið.

 

 

 

 

 

Nýjar fréttir