4.5 C
Selfoss

Styrkur til Björgunarfélagsins Eyvindar

Vinsælast

Nú í byrjun desember mættu fulltrúar frá Framfarafélagi Holtabyggðar Syðra Langholti, með styrk að upphæð 220.000 krónur, handa Björgunarfélaginu Eyvindi. Í Framfarafélagi Holtabyggðar eru sumarhúsaeigendur í Holtabyggð.

Í skjali sem afhent var með styrknum segir: „Styrkur þessi er veittur Björgunarfélaginu til sérstakrar þjálfunar félagsmanna til notkunar á hjartahnoðtæki sem félagið festi nýlega kaup á. Það er okkar von að þetta framlag styrki félagið í því mikilvæga starfi sem það sinnir í uppsveitum Árnessýslu og nærsveitum. Við óskum Björgunarfélaginu Eyvindi alls hins besta á komandi árum.“

Borgþór Vignisson, formaður Björgunarfélagins Eyvindar, sem tók við styrknum fyrir hönd Björgunarfélagsins, sagði að styrkurinn muni koma félaginu mjög vel við rekstur og þjálfun félagsmanna á hjartahnoðaranum. Borgþór vildi koma á framfæri góðum þökkum til allra félagsmanna í framfarafélagi Holtabyggðar með þökkum fyrir ómetanlegan stuðning og góðan hug til félagsins.

Nýjar fréttir