0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Securitas eykur þjónustu sína á Suðurlandi

Securitas eykur þjónustu sína á Suðurlandi

0
Securitas eykur þjónustu sína á Suðurlandi
Valgerður Jónsdóttir öryggisráðgjafi Securitas.

Securitas hefur opnað útibú að Austurvegi 10 á Suðurlandi. Þar veitir Valgerður Jónsdóttir öryggisráðgjafi upplýsingar um lausnir sem henta hverjum og einum hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga. „Á skrifstofunni alltaf heitt á könnunni og ég hvet íbúa til hvattir að líta við. Við erum er á vakt alla daga ársins, allt árið um kring. Markmiðið er að bæta þjónustu við viðskiptavini á svæðinu og efla tengsl,“ segir Valgerður.

„Það er kannski ekki öllum ljóst hversu fjölbreytt svið Securitas spannar. Það bíður upp á víðtækar lausnir varðandi hvers kyns öryggi, allt frá heimilum til stórra fyrirtækja og hótela. Meðal þess sem við bjóðum eru öryggi fyrir heimili og fyrirtæki, brunakerfi, sjúkrakallkerfi og þjónustu við slökkvitæki. Við bjóðum einnig uppá heildstæða öryggislausn fyrir hótel og gistiheimili ásamt fjölbreyttu námskeiðsframboði“.

Að sögn Valgerðar hefur Securitas áhuga á að efla kynningar og fræðslu í kringum Öryggishnapp Securitas. Öryggishnappur Securitas þjónar þeim sem kjósa að dvelja heima þegar komið er á efri ár og eins þeim sem glíma við sjúkdóma eða afleiðingar slysa. Einstaklingar upplifa aukið öryggi innan veggja heimilisins og einnig veitir það aðstandendum hugarró.

„Öryggisverðir Securitas eru á vakt allan sólarhringinn allt árið um kring og sinna útköllum sem og öðrum verkefnum svo sem farandgæslu við fyrirtæki og stofnanir og eftirlitsferðum og frágangsferðum í fyrirtækjum. Fágangsferðir í fyrirtækjum eru þægileg lausn fyrir eigendur til að vera vissir um að allt sé tryggilega frágegnið þegar engin er við störf“.

„Auðvitað erum við líka með öryggislausnir fyrir sumarbústaði svo sem öryggiskerfi fyrir bústaðinn sjálfan og einnig hlið sem stjórna umferð inn og út á sumarhúsasvæði“.