8.9 C
Selfoss

SS Búvörur opna nýja verslun á Hvolsvelli

Vinsælast

Á morgun fimmtudaginn 7. desember, opnar Sláturfélag Suðurlands nýja búvöruverslun, Búvörur SS, að Ormsvelli 4 á Hvolsvelli. Þar verður boðið upp á fjölbreytt vöruúrval af vörum fyrir bændur og hesta­menn. Afgreiðslutími verslunar­inn­ar verður alla virka daga kl. 9–17.

Með opnuninni vill SS tryggja viðskiptavinum sínum og eigendum Sláturfélags Suður­lands gott aðgengi að vöruúrvali félagsins.

Formleg opnun verður á fimmtu­daginn frá kl. 15:00 til kl. 19:00. Þar verða tilboð á völdum fram­leiðsluvörum SS. Allir eru vel­komnir að líta við og fagna þess­um tímamótum með starfs­fólki Búvara SS.

Nýjar fréttir