7.8 C
Selfoss

Samstarf um eflingu harmoníkunnar í Rangárvallasýslu

Vinsælast

Þann 17. nóvember sl. voru samstarfstónleikar Tónlistarskóla Rangæinga, Harmóníkufélags Rangæinga og Harmóníkufélags Selfoss haldnir á Hvolsvelli. Tónleikarnir vöktu mikla lukku og augljóst er að harmóníkan er sívinsæl í sveitum Sunnanlands.

Nú stunda sjö nemendur nám á harmóníku við Tónlistarskóla Rangæinga hjá Grétari Geirssyni og hefur aðsókn sjaldan verið meiri. Athygli vekur að nemendur eru ungir að árum og áhuginn mikill. Er þessi aukna aðsókn ekki síst afrakstur kynninga og kennslu á harmóníku í forskóla síðastliðin ár.

Harmóníkufélagið ýtir undir áhugann í samfélaginu með ýmsum hætti með spilamennsku og hefur m.a. gefið skólanum harmóníkur í gegnum árin. Í haust gaf félagið skólanum vandaða harmóníku til að nota í kennslu og um leið fjárfesti skólinn í tveimur harmóníkum til að leigja út. Samstarf um eflingu harmóníkunnar er báðum aðilum kærkomið og skemmtilegt. Næstu samstarfstónleikar verða haldnir á vorönn í Safnaðarheimlinu á Hellu.

Nýjar fréttir