6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Fimmtudagsupplestur í Bókakaffinu

Fimmtudagsupplestur í Bókakaffinu

0
Fimmtudagsupplestur í Bókakaffinu
Illugi Jökulsson.

Fimm höfundar og einn þýðandi stíga á stokk í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudagskvöldið 30. nóvember og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Að vanda verður opnað klukkan átta, lestur hefst hálftíma síðar og stendur í klukkustund. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, kakó og notalegheit.

Höfundarnir sem mæta að þessu sinni eru eftirtalin: Illugi Jökulsson sem les úr bók sinni Til orrustu frá Íslandi sem fjallar um sjóhernað og slysfarir við Ísland á stríðsárunum. Jóhanna María Einarsdóttir sem sendir frá sér sína fyrstu bók sem heitir Pínulítil kenópsía og skáldskaparleg uppreisn gegn hefðinni. Norsk-íslensku höfundurinn Knut Ødegard og þýðandinn Hjörtur Pálsson kynna bókina Þunna torfan sem ég stend á en hér eru á ferðinni trúarlegir ljóðabálkar þessa margverðlaunaða ljóðskálds. Valgeir Ómar Jónsson sagnfræðingur les úr bók sinni Vitaverðinum sem er frásögn af dramatískum árekstrum Breska heimsveldisins við íslenska gestrisni norður á Galtarvita. Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni sendir frá sér skáldsöguna Tímagarðinn sem hefur líkt og fyrri verk höfundar hlotið afar góða dóma.