-1.5 C
Selfoss

Nemendur Vallaskóla heimsóttu Tækniskólann

Vinsælast

Þriðjudaginn 7. nóvember sl. fóru nemendur í 9. og 10. bekk í Vallaskóla á Selfossi í heimsókn í Tækniskóla Íslands. Að þessu sinni var hópurinn óvenjustór 106 nemendur og 7 starfsmenn og töluðu móttökuaðilar um að þetta væri metfjöldi sem þau tækju á móti í einu lagi.

Að venju var mjög vel tekið á móti okkur en þar sem við vorum með tvo árganga var yfirferðin kannski svolítið erfiðari en áður. Við sáum þó margt skemmtilegt og áhugavert s.s. kennslusvæði í húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, rafvirkjun og rafeindavirkjun, hönnunardeild, tækniteiknun, hársnyrtibraut, fataiðn, upplýsingatæknina, bókband, grafíska miðlun, ljósmyndun, prentiðn, margmiðlun og véltæknideild og ýmislegt fleira. Nemendur fengu líka upplýsingar um K2 tækni- og vísindaleiðina sem í boði er fyrir afburða nemendur og kennd er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Við enduðum ferðina á að fara öll saman í Keiluhöllina á pizzahlaðborð.

Vallaskóli ætlar framvegis að fara með nemendur í 9. bekk í þessa heimsókn en að þessu sinni fórum við bæði með nemendur í 9. og 10. bekk. Í fyrri ferðum hafa nemendur í 10. bekk fengið að fara en ábendingar hafa komið fram sem styðja það sjónarmið að kynna nemendum starfsnám aðeins fyrr á skólagöngunni.

Olga Sveinbjörnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Vallaskóla.

Random Image

Nýjar fréttir