4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Frábær söngkeppni Tvistsins og Hvolsskóla

Frábær söngkeppni Tvistsins og Hvolsskóla

0
Frábær söngkeppni Tvistsins og Hvolsskóla
Freyja Benónýsdóttir sigraði í söngkeppni Tvistsins og Hvolsskóla.

Söngkeppni Tvistsins og Hvolsskóla fór fram þann 7. nóvember sl. fyrir fullu húsi í sal Hvolsskóla. Nemendur skólans spreyttu sig í söng og hljóðfæraleik og atriðin voru frábær.

Freyja Benónýsdóttir fór með sigur af hólmi en hún söng lagið Runnin, upprunalega í flutningi Beyonce. Með henni á sviðinu voru þau Oddný Benónýsdóttir á píanó, Einar Sigurjónsson á bassa, Jón Ágústsson á gítar og Bjarni Sigurðsson á trommur. Í öðru sæti varð Oddný Birgisdóttir og í þriðja sæti voru Oddur Helgi Ólafsson og Svala Valborg Fannarsdóttir.