11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Nágrannaslagur í Útsvarinu í kvöld

Nágrannaslagur í Útsvarinu í kvöld

0
Nágrannaslagur í Útsvarinu í kvöld

Nágrannasveitarfélögin Hveragerði og Ölfus eigast við í spurningaþættinum Útsvari í beinni útsendingu í sjónvarpinu í kvöld.

Lið Ölfuss skipa þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir. Lið Hveragerðis skipa Svava Þórðardóttir, Sigurður Einar Hlíðar og Hafþór Vilberg Björnsson.

Búast má við hörku keppni en þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hveragerði og Ölfus eigast við í Útsvarinu.