0 C
Selfoss

Foreldrafélagið gaf yngstu börnunum endurskinsvesti

Vinsælast

Í byrjun nóvember fengu allir nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla endurskinsvesti merkt með nafni að gjöf frá Foreldrafélagi skólans. Við afhendinguna kom lögreglan í heimsókn og fór yfir það hversu mikilvægt það er að vera vel sýnilegur í umferðinni, sérstaklega nú þegar skammdegið skellur á af fullum þunga. Foreldrafélagið vonast til að vestin nýtist vel og að foreldrar verði duglegir að minna börnin á að nota þau, bæði á leiðinni í og úr skóla, en líka bara í allri útiveru. Eldri nemendur eru einnig minntir á að finna til endurskinsvestin sín frá fyrri árum.

Nýjar fréttir