8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Einvala lið skálda í Bókakaffinu í kvöld

Einvala lið skálda í Bókakaffinu í kvöld

0
Einvala lið skálda í Bókakaffinu í kvöld
Valur Gunnarsson.

Einvala lið skálda hefur leikinn á fyrsta upplestrarkvöldi haustsins í Bókakaffinu á Selfossi sem haldið verður í kvöld fimmtudaginn 16. nóvember. Húsið verður opnað klukkan átta en lestur stendur yfir frá hálfníu til hálftíu.

Þau sem lesa þetta kvöld eru Vilborg Davíðsdóttir með bókina Blóðug jörð sem er sú síðasta í þríleik um Auði djúpúðgu, Valur Gunnarsson með „ef-sögu“ sína Örninn og fálkinn, Kristín Ómarsdóttir með ljóðabókina Köngulær í sýningargluggum, Guðmundur J. Guðmundsson þýðandi með stórfrægt verk, Til varnar sagnfræðinni, og síðast en ekki síst Sigríður Helga Sverrisdóttir með ljóðabókina Haustið í greinum trjánna.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og eiga notalega stund með kakóbolla og andans list.