11.7 C
Selfoss

Tónleikaröð dagana 13. til 23. nóvember

Vinsælast

Deildatónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða dagana 13.–23. nóvember næstkomandi. Þetta er tónleikaröð þar sem fram koma allar hljómsveitir og samspilshópar tónlistarskólans auk smærri hópa, einleikara og einsöngvara. Dagskrá deildartónleikanna er fjölbreytt og metnaðarfull og gefst Sunnlendingum einstakt tækifæri til að fá innsýn í starfsemi tónlistarskólans með því að mæta á tónleikaröðina. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Tónleikar fara fram sem hér segir:
Blásaradeildartónleikar – mánud. 13. nóv. kl. 18:00 í Ráðhúsinu Þorlákshöfn
Blokkflautudeildartónleikar – þriðjud. 14. nóv. kl. 18:15 í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi.
Strengjadeildartónleikar – miðvikud. 15. nóv. kl. 18:00 í Þorlákskirkju.
Gítardeildartónleikar  – fimmtud. 16. nóv. kl. 18:00 í Ráðhúsinu Þorlákshöfn.
Píanódeildartónleikar – mánud. 20.  nóv. kl. 18:00 í Félagsheimilinu Aratungu.
Söngdeildartónleikar – þriðjud. 21.  nóv. kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju.
Rytmískir deildartónleikar – fimmtud. 23.  nóv. kl. 18.30 í sal skólans Eyravegi 9, Selfossi.

Nýjar fréttir