11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Hellisheiði og Þrengsli lokuð vegna veðurs

Hellisheiði og Þrengsli lokuð vegna veðurs

0
Hellisheiði og Þrengsli lokuð vegna veðurs

Á áttunda tímanum í kvöld var tilkynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar að vegurinn um Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengsli yrði lokaður um óákveðin tíma.

Spáð var vaxandi vindi síðdegis suðvestanlands frá skilum lægðar sem nálgaðist. Reiknað var með snjókomu frá Sandskeiði og austur fyrir fjall og eins á Mosfellsheiði. Í kvöld 18-23 m/s, snjókomu, skafrenningi og að blint yrði fram undir miðnætti þegar nær að hlána á fjallvegunum.

Snjóþekja og skafrenningur hefur verið á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Þá eru hálkublettir eru mjög víða á Suðurlandi.