9.5 C
Selfoss

Lionsklúbburinn Eden styrkir vináttuverkefni Leikskólanna í Hveragerði

Vinsælast

Lionsklúbburinn Eden í Hveragerði gaf Leikskólunum í bænum 120 bangsa sem er hluti af nýju vináttuverkefni leikskólana. Verkefnið á að stuðla að aukinni vináttu og koma í veg fyrir einelti. Á haustdögum fengu undirrituð og Stella Hrönn Jóhannsdóttir formaður að fylgjast með skemmtilegri athöfn á Leikskólanum Óskalandi, þegar Blær bangsi bættist í barnahópinn sem nýr vinur. Blær kemur frá Afríku og er fallegur fjólublár bangsi. Hann á líka marga litli vini sem eru alveg eins og hann og fengu öll börnin á Óskalandi lítinn Blæ í gjöf frá Lions klúbbnum Eden. Blær ætlar að kenna krökkunum skemmtileg lög um vináttu, hvernig við komum fram við vini okkar og margt fleira sem viðkemur vináttu og fallegri hegðun. Börnin á Undralandi standa í flutningum í nýtt og glæsilegt húsnæði þessa dagana, en börnin á Undralandi fá líka bangsa í gjöf frá klúbbnum. Nánar um þetta fallega verkefni er inn á síðunni Barnaheil.

Fyrir hönd Lionsklúbbsins Edens,

Thelma Rós Kristinsdóttir.

Myndir:

(Lions 1)

Viktor Erni ánægður með bangsan sinn.

(Lions 2)

Gísli Páll kom með Blæ á Björgunarsveitabílnum sínum.

Nýjar fréttir