2.8 C
Selfoss

Perla Ruth valin í íslenska landsliðið í handbolta

Vinsælast

Perla Ruth Albertsdóttir, leikmaður Selfoss, hefur í fyrsta skipti verið valin í landsliðshóp Íslands í handknattleik. Íslenska kvennalandsliðið leikur þrjá vináttulandsleiki við Þýskaland og Slóvakíu í lok mánaðarins. Landsliðshópurinn æfir í Reykjavík dagana 20.–23. nóvember og spilar síðan við Þýskaland 25. nóvember og við Slóvakíu 27. og 29. nóvember.

Þetta verða fyrstu landsleikir Perlu Ruthar en hún hefur áður verið valin á landsliðsæfingar. Perla Ruth hefur leikið vel á línunni með liðið Selfoss undanfarin misseri og verið lykilleikmaður liðsins. Auk Perlu Ruthar er Stefanía Theodórsdóttir úr Stjörnunni nýliði í íslenska kvennalandsliðiinu.

Nýjar fréttir