3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Ævintýri Stebba eftir Garðar í Hellisholtum

Ævintýri Stebba eftir Garðar í Hellisholtum

0
Ævintýri Stebba eftir Garðar í Hellisholtum

Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin Ævintýri Stebba eftir Garðar Olgeirsson. Hér eru á ferðinni spennandi barnasögur úr sveitinni.

Í bókinni birtist okkur forn menningarheimur; þjóðtrúin með álfum, nátttröllum, draugum og ráðugri gamalli kerlingu. Stebbi, sem er tólf ára, ratar í ótrúleg ævintýri en tekst með hjálp vina sinna að ráða vel fram úr erfiðum aðstæðum.

Höfundur er Garðar Olgeirsson í Hellisholtum í Hrunamannahreppi og
er þetta fyrsta bók höfundar. Sögurnar eru myndskreyttar af Ellisif Malmo Bjarnadóttur listakonu í Laugarási.