2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Glanni glæpur í Latabæ settur upp í Hveragerði

Glanni glæpur í Latabæ settur upp í Hveragerði

0
Glanni glæpur í Latabæ settur upp í Hveragerði
Stefán Karl og Magnús Scheving í hlutverkum sínum.

Leikfélag Hveragerðis hefur tryggt sér sýningaréttinn á leikritinu „Glanni glæpur í Latabæ“. Næstkomandi laugardag, 4. nóveber kl 14:00, verða áheyrnarprufur þar sem leikstjórinn, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson, tekur á móti öllum þeim sem vilja vinna að þessu verkefni með leikfélaginu, hvort sem er að leika, vinna með búninga, ljós, hljóð, leikmynd og annað sem til þarf. Allir eru velkomnir, en svo það komi fram strax í upphafi þá er ekki reiknað með að leikarar séu yngri en 14 ára. Æfingar hefjast fljótlega í nóvember og áætlaður frumsýningartími er um miðjan janúar.