8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Hádegistónleikar í Skálholtsdómkirkju í nóvember

Hádegistónleikar í Skálholtsdómkirkju í nóvember

0
Hádegistónleikar í Skálholtsdómkirkju í nóvember
Jón Bjarnason dómorganisti.

Jón Bjarnason dómorganisti heldur orgeltónleika í hádeginu þrisvar í viku í nóvember. Tónleikarnir eru um það bil 30 mínútur. Hægt verður að kaupa sér léttan hádegisverð í Skálholtsskóla að loknum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða miðvikudaginn 1. nóvember kl. 12:00 og verða svo miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga út mánuðinn alltaf kl. 12:00-12:30.

Markmið tónleikanna er tvíþætt, annars vegar að bjóða upp á tónlistarupplifun fyrir gesti og hins vegar að afla fjár í gluggaviðgerðasjóð. Tekið er við frjálsum framlögum. Allir velkomnir.