-2.8 C
Selfoss

Viðurkenningar veittar á árshátíð Sleipnis

Vinsælast

Árshátíð Hestamannafélagsins Sleipnis var haldin þann 14. október sl. í Hvíta húsinu á Selfossi. Árshátíðin var jafnframt uppskeruhátíð fyrir starfsárið 2017. Farið var yfir helstu viðburði ársins sem hefur verið bæði annasamt og skemmtilegt með mótahaldi og fjölmennum félagsreiðtúrum bæði um Flóann og Borgarfjörðinn.

Hestamannafélagið Sleipnir er svo gæfusamt að margir eru tilbúnir að rétta fram vinnuframlag og þá er gaman að sjá hlutina ganga upp og viðburðir eru vel skipulagðir og sjálfbærir gagnvart félaginu. Enn var aukið við uppbygginguna á svæðinu með uppsetningu á lýsingu á Brávallarsvæðinu sem eykur öryggi á svæðinu í skammdeginu og er Sveitarfélaginu Árborg þökkuð veitt velvild til félagsstarfsins. Einnig er aðalstyrktaraðilum Sleipnis, Landsbankanum og Jötni á Selfossi, þakkað fyrir velvild og stuðning við æskulýðsstarf félagsins.

Félagi ársins var Einar Hermundsson fyrir frábært og virkt félagsstarf á árinu sem og á liðnum árum, sér í lagi þó fyrir mikið starf að reiðvegamálum og vígslu nýrra reiðleiða. Bikarhafar Sleipnis 2017 eru: Skeið 100 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 7,68 sek. Skeið 150 m Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum með tímann 14,57 sek. Skeið 250 m Ásgeir Símonarson á Bínu frá Vatnsholti með tímann 24,02 sek. Æskulýðsbikar Sleipnis hlaut Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir árangur sinn með Blikku og annan góðan árangur á árinu. Ræktunarbikar Sleipnis fékk Einar Hermundsson fyrir Álfrúnu frá Egilsstaðakoti. Álfrún hlaut fyrir byggingu 8,39 og hæfileika 8,99 Aðaleinkunn Álfrúnar er því 8,75. Efsti hestur A-flokks og skjaldarhafi var Draupnir frá Stuðlum eigendur eru Palli og Edda og Austurás hestar. Efsti hestur B-flokks og skjaldarhafi var Frami frá Ketilstöðum eigandi Elin Holst. Íþróttaknapi Sleipnis var valin Elín Holst fyrir frábæran árangur sinn með Frama frá Ketilsstöðum. Knapi ársins var Bergur Jónsson sem átti frábært keppnisár á hrossum úr eigin ræktun en þó aðallega á Kötlu frá Ketilsstöðum.

Nýjar fréttir