8.9 C
Selfoss

Hreyfanlegur veggur í veggjalist í FSu

Vinsælast

Þessa önnina er aðeins önnur nálgun í veggjalistinni í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nú er málað á vegg sem verður samsettur og hreyfanlegur og fer sú vinna fram í svokallaðri Smiðju í Hamri, hinu nýja og glæsilega verknámshúsi FSu. Önnin er hálfnuð og verkefnið því farið að taka á sig góða mynd.

Þegar upp er staðið verður veggurinn tæplega 20 metrar að lengd ef honum verður raðað öllum upp í eina lengju og að auki er málað á hann beggja vegna, sem þá verða samtals 40 metrar af list! Einnig hægt að hafa hann í smærri einingum, alveg niður í stakar myndir.

Kennari vinnur nú að því að finna veggnum hentugan sýningarstað í lok annar þar sem veggjalistin fær notið sín og hún getur sinnt sínu hlutverki sem er að vera sýnileg, krefjandi, skreytandi og áberandi!

Nýjar fréttir