-3.3 C
Selfoss

Emblu jólakortin komin

Vinsælast

Nú fer að styttast til jóla og undirbúningur að hefjast. Þá koma jólakortin sterk inn, en gott er að versla þau tímanlega og senda vinum og kunningjum fallega jólakveðju. Jólakortasala Lionsklúbbsins Emblu er árlegur viðburður og nú þegar er salan hafin. Myndina á jólakortunum í ár teiknaði Jón I. Sigurmundsson, en það hefur hann gert fyrir lionskonur um margra ára skeið. Emblukonur verða með kortin til sölu í Krónunni á Selfossi föstudaginn 27. október nk. frá kl. 12:00 til kl. 18:00.

Jólakortin eru einnig til sölu í Guðnabakaríi, Árvirkjanum, Baldvini og Þorvaldi og í afgreiðslunni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Nýjar fréttir