3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Dagný Brynjars með þrjú mörk fyrir Ísland

Dagný Brynjars með þrjú mörk fyrir Ísland

0
Dagný Brynjars með þrjú mörk fyrir Ísland
Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi. Ljósmynd: Fótbolti.net.

Kvennalandslið Íslands sýndi magn­aða frammistöðu í Wies­baden í Þýskalandi í liðinni viku þegar það vann 3-2 sigur. Ísland hafði ekki skorað gegn Þýskalandi í 30 ár áður en Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir braut ísinn í leikn­um með marki af stuttu færi. Þýskaland jafnaði fyrir hálfleik en Elín Metta Jen­sen bætti við marki í byrjun seinni hálfleiks. Dagný skoraði svo sitt annað mark og jók for­ystu Íslands í 3-1. Þýska­land náði að minnka muninn í 3:2 í lok­in.

Ísland lék svo við Tékkland í Znojmo í gær. Þar kom Dagný Íslandi yfir á 44. mín. Tékkar náðu að jafna á 63. mín og 1:1 varð niðurstaðan. Frábær ár­ang­ur hjá Dagnýju en hún skor­aði þrjú mörk í leikjunum tveimur.