4.5 C
Selfoss

Guðrún Sveinsdóttir á Hvolsvelli 100 ára

Vinsælast

Guðrún Sveinsdóttir sem er búsett á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli hélt upp á 100 ára afmæli sitt sl. sunnudag, með fjölskyldu og vinum. Þar spilaði Leifur, sonur Guðrúnar, á gítar en þess má geta að hann varð 80 ára þann 4. október sl., Grétar Geirsson frá Áshól á harmonikku og Leifur Gunnarsson barnabarnabarn spilaði á kontrabassa.

Ísólfur Gylfi Pálmason færði Guðrúnu gjöf frá sveitarfélaginu í tilefni dagsins. Hún afþakkaði allar afmælisgjafir en Guðrún, afkomendur og fjölskyldur þeirra gáfu Kirkjuhvoli Follo-Futura 20 kg æfingatrissu með tveim handföngum. Börn í 3. bekk í Hvolsskóla kom svo í gær og sungu fyrir Guðrúnu afmælissöngin og fleirri lög. Þau færðu henni einni teikningar og fleira sem þau höfðu útbúið handa henni.

 

Nýjar fréttir