4.5 C
Selfoss
Home Fréttir Einar Guðmundsson ráðinn íþróttastjóri HSÍ

Einar Guðmundsson ráðinn íþróttastjóri HSÍ

0
Einar Guðmundsson ráðinn íþróttastjóri HSÍ

Einar Guðmundsson frá Selfossi hefur verið ráðinn íþróttastjóri Handknattleikssambands Íslands. Í starfi sínu mun hann hafa umsjón með afreksstarfi sambandsins.

Einar er 48 ára, fyrrum leikmaður Selfoss í handknattleik og lék með yngri landsliðunum á árum áður. Hann hefur verið handknattleiksþjálfari í 30 ár, þjálfað m.a. í Noregi og á Selfossi þar sem hann hefur verið yfirþjálfari.

Einar hefur verðið unglingalandsliðsþjálfari sl. 12 ár og m.a. unnið tvívegis til verðlauna á heimsmeistaramóti unglinga, silfurverðlaun í Túnis 2009 (drengir f. 1990 og síðar) og bronsverðlaun í Rússlandi 2015 (drengir f.1996 og síðar).

Einar er menntaður íþróttakennari og er að ljúka MS-gráðu í stjórnun nú um áramót frá Háskólanum á Bifröst. Þá hefur Einar lokið 3. stigi í þjálfaramenntun HSÍ. Hann hefur starfað sem kennari og skólastjórnandi undanfarin 23 ár. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.