6 C
Selfoss
Home Fréttir Aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir áföllum

Aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir áföllum

0
Aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir áföllum

Samferða góðgerðarsamtök eru samtök sem aðstoða fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu, hvort sem það er tengt veikindum hjá foreldrum eða börnum. Samtökin hófu starfsemi í nóvember á síðasta ári og hafa greitt út styrki mánaðarlega. Stjórn samtakanna kemur saman einu sinni í mánuði og velur þá einstaklinga sem hún telur að þurfi á aðstoð að halda hverju sinni. Hún setur sig í samband við þá aðila er málið snertir.

Skilaboð samtakanna til samfélagsins eru skýr segir Rútur Snorrason. „Hver einasta króna sem safnast, fer beint inn á reikning viðkomandi einstaklings eða fjölskyldu. Allt er unnið í 100% sjálfboðavinnu og á hugsjón einni saman. Enginn tilkostnaður er né heldur yfirbygging. Konseptið er að virka frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að allt er upp á borðinu og enginn kostnaður er í kringum starfsemina. Hver einasta króna skilar sér rétta leið.“

Þess má geta að Facebook vinum samtakanna fer fjölgandi um allt land og er markmið að ná um 28.000 fylgjendum innan 2 ára.

Nánari upplýsingar um Samferða góðgerðarsamtök má finna á Facebooksíðu samtakanna.