1.1 C
Selfoss

Samið um lagningu ljósleiðara í Grímsnes- og Grafningshreppi

Vinsælast

Á föstudag í síðustu viku skrifaði Grímsnes- og Grafningshreppur undir samning við Mílu um lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Framkvæmdin felur í sér að tengja öll lögbýli í sveitarfélaginu fyrir lok árs 2019.

Framkvæmdinni verður skipt í þrjú svæði og er skipt þannig:
Svæði 1 Austan Stóru-Borgar og nær upp að Neðra-Apavatni, upp að Haga og allan Sólheimahringinn. Miðað er við að þessum áfanga sé lokið að vori 2018.
Svæði 2 Milli Borgar og Sogs og nær niður að Vaðnesi, að Þrastalundi, niður í Öndverðarnes og norður að Kaldárhöfða og Steingrímsstöð. Miðað er við að þessum áfanga verði lokið haustið 2018.
Svæði 3 Vestan við Sogið sem nær frá Torfastöðum og Írafossvirkjun að Nesjavöllum. Miðað er við að þessum áfanga verði lokið og verkinu öllu að hausti 2019.

Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að verkið feli í sér að tengja öll lögbýli í Grímsnes- og Grafningshreppi. Samhliða mun Míla leggja að frístundabyggðum. Ekki er reiknað með að byrjað verði að tengja frístundabyggðir fyrr en seinni hluta árs 2018, það fer þó eftir áhuga. Eins er ekki vitað hvenær lokið verður við að tengja frístundabyggðir, en það mun fara eftir þátttöku á svæðunum og verklok verða einhvern tímann eftir 2019.

Nýjar fréttir