4.5 C
Selfoss

Frystihúsið – ný ljósmyndabók

Vinsælast

Ljósmyndabókin Frystihúsið er komin út. Bókin hefur að geyma ljósmyndir eftir Magnús Karel Hannesson úr Hraðfrystistöð Eyrarbakka hf. frá árunum 1976–1978. Myndirnar sýna fiskvinnslu allt frá uppskipun í höfninni á Eyrarbakka og til frystingar, en einnig síldarvinnslu, saltfiskverkun og fleira. Fyrst og fremst sýna þær þó starfsfólk frystihússins við margvísleg störf. Myndirnar eru bæði í lit og svart/hvítar. Frystihúsið var á seinni hluta 20. aldar aðalvinnustaðurinn í þorpinu á Eyrarbakka og þungamiðjan í byggðinni.

Bókin er 72 blaðsíður að stærð í brotinu 24,5 x 22,5 sm. Hönnuður hennar er Ámundi. Útgefandi bókarinnar er Laugabúð á Eyrarbakka og þar er bókin einnig til sölu. Hægt er að panta bókina á facebook-síðu búðarinnar eða á netfanginu magnus.karel@eyrarbakki.is.

Nýjar fréttir