8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Nýtt lið frá Árborg í Útsvari

Nýtt lið frá Árborg í Útsvari

0
Nýtt lið frá Árborg í Útsvari

Á heimasíðu Árborgar kemur fram að Sveitarfélagið Árborg muni taka þátt í spurningaleiknum Útsvari veturinn 2017-2018 sem fer fram á sjónvarpstöðinni RÚV. Þættirnir eru með nýjum stjórnendum og sama á við um lið Árborgar sem skartar þremur nýjum liðsmönnum. Þetta eru þau Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður, Jakob Heimir Ingvarsson, nemi og Jóna Katrín Hilmarsdóttir, framhaldsskólakennari. Á Árborgar-síðunni segir að þau muni án ef standa sig vel fyrir hönd sveitarfélagsins í þessari skemmilegu keppni.

Fyrsta viðureignin þeirra fer fram föstudaginn 27. október nk. og eins og áður geta áhugasamir fengið að horfa á þáttinn í sjónvarpssal.