8.9 C
Selfoss

Kynningarfundur og 25 ára afmæli POWERtalk deildarinnar Jóru

Vinsælast

Svo skemmtilega vill til að í ár verður POWERtalk deildin Jóra 25 ára. Áður en boðið verður til fagnaðar af því tilefni verður haldinn kynningarfundur á samtökunum mánudaginn 18. september kl. 20:00 í Selinu, Engjavegi 44, Selfossi og eru allir hjartanlega velkomnir. Þar verður hægt að fræðast um hvað eina sem tengist starfsemi samtakanna og fá svör við spurningum eins og: Hvað getur POWERtalk gert fyrir mig? Í POWERtalk lærum við t.d. örugga framkomu og markvissan málflutning, lærum fundarstjórn og eflum dulda leiðtogahæfileika sem býr með okkur öllum, lærum viðburðastjórnun, áætlanagerð og skipulagningu.

Hér gefst tækifæri til að auka sjálfsþroska, samskiptahæfileika, hæfni sem áheyrendur og ræðumenn og kynnast nýju fólki, stækka tengslanetið og margt fleira. En fyrst og fremst á eigin hraða. Hér er á ferð einstakur vinahópur sem allir eru velkomnir í, karlar jafnt sem konur.

Nýjar fréttir