10 C
Selfoss

Rótarýfélagar gróðursettu á Selfossi

Vinsælast

Félagar í Rótarýklúbbi Sel­foss góðursettu í síðustu viku rifsberja- og sólberjarunna á opnu svæði sunnan við Sílatjörn á Selfossi. Runnarnir munu væntanlega gleðja íbúa á kom­andi árum með berjum að hausti sem hverjum og einum verður heimilt að tína. Verkið var unnið í samstarfi við um­hverfis­deild sveitarfélags­ins. Rótarý­félag­ar hafa haft þann háttinn á í mörg ár að hefja starfsárið á gróð­ursetningu. Lengi var plant­að í Laugardæla­eyju, en síðustu ár hef­ur verið plantað í Sigtúnsgarði og opin svæði við Suðurhóla.

Nýjar fréttir