8.4 C
Selfoss

Ökumaður ók á brúarhandrið Ölfusár og stökk í ána

Vinsælast

Bifreið var ekið á brúarhandrið vestanverðrar Ölfusárbrúar nú í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar hljóp úr bílnum og stökk í ána. Svo heppilega vildi til að í húsi Björgunarfélags Árborgar var mannskapur þannig að bátur var kominn mjög fljótt á ána og náðist maðurinn um borð í bátinn til móts við götuna Árbakka á Selfossi. Hann var tekinn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Loka þurfti fyrir umferð um Ölfusárbrú á meðan rannsóknarlögregla athafnaði sig á vettvangi og bifreiðin var fjarlægð af brúnni. Þeir sem hafa orðið vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið eru beðnir að hafa samband viuð lögregluna, hér á facebook, á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Nýjar fréttir