-6.6 C
Selfoss

Eldur í reykröri á veitingastað Hótel Selfoss

Vinsælast

Tilkynnt var um eld í reykröri frá arni á veitingastað Hótel Selfoss í gærkvöldi. Um tveggja metra há eldsúla stóð uppúr rörinu að sögn viðstaddra. Starfsmenn hótelsins höfðu slökkt eldinn með því að sprauta úr dufttæki inn í rörið þegar slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu komu á vettvang.

Á tímabili logaði glatt upp úr reykrörinu. Mynd: BÁ

Slökkviliðsmenn notuðu hitamyndavélar til að ganga úr skugga um að eldur væri ekki til staðar og að hættan væri liðin hjá. Eldur sem þessi myndast vegna sóts sem hleðst inn í rörið og í því getur komið upp eldur við réttar aðstæður.

Á facebook síðu BÁ kemur fram að starfsfólk hótelsins hafi sýnt hárrétt viðbrögð en það sprautaði úr dufttæki upp í rörið og slökkti þar með eldinn. Í þessu samhengi er fólk minnt á að gæta þarf þess að hreinsa rörin reglulega.

Nýjar fréttir