11.7 C
Selfoss

Expert kæling ehf. hefur keypt Milli mjalta ehf.

Vinsælast

Expert kæling ehf. hefur keypt fyrirtækið Milli mjalta ehf. á Selfossi sem hefur sinnt þjónustu við bændur um allt land um árabil. Þá hefur Expert kæling hafið innflutning á mjólkurtönkum frá Röka í Danmörku, en Milli mjalta ehf. flutti þá inn áður. Þessir mjólkurtankar hafa reynst bændum vel hér á landi og ganga einstaklega vel með mjaltaþjónum eins og öðrum mjaltabúnaði.

Expert kæling ehf. er með starfsstöðvar í Reykjavík, Akureyri og Selfossi. Allir varahlutir og kælivélar verða til á lager hjá fyrirtækinu fyrir flestar allar gerðir mjólkurtanka.

Í forsvari fyrir Expert kælingu á Selfossi er Sigurður Frímann Emilsson sem vann um árabil hjá Remfló ehf. á Selfossi.

Nýjar fréttir