0 C
Selfoss
Home Fréttir Smíðuðu rafgítara á Hvolsvelli

Smíðuðu rafgítara á Hvolsvelli

0
Smíðuðu rafgítara á Hvolsvelli
Efst t.v: Jón Ágústsson, svo er Jens Sigurðsson, í miðju er Sigurður Einarsson og Haraldur Konráðsson og neðstur er Gunnar Örn Sigurðsson. Á myndina vantar Valtý Valtýsson en gítarinn hans er neðst til hægri á myndinni.

Nýlokið er smíðanámskeiði á Hvolsvelli þar sem nokkrir strákar á aldrinum 13 til 60+ breyttu planka í prúðan rafgítar. Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður úr Reykjavík var leiðbeinandi strákanna og fórst vel úr hendi enda vanur maður á ferð.

„Þetta var gríðarlega skemmtilegt og ekki leiðinlegt að spila á hljóðfæri sem maður hefur sjálfur búið til. Smíðaðir voru fjórir Stratocaster gítarar og tveir Telecaster og smíðaði Gunnar sjálfur annan af þeim,“ sagði Haraldur Konráðsson, einn af þátttakendum á námskeiðinu.

Valtýr Valtýsson með gítar í smíðum.

Námskeiðið hófst í vikunni eftir verslunarmannahelgi og stóð yfir í tvær vikur.