7.3 C
Selfoss

Kvenfélagskonur færðu Brautarholti góðar gjafir

Vinsælast

„Einu sinni á ágústkveldi, austur í Þingvallasveit…“ þannig byrjar fallegt og gott kvæði sem allir kannast við. Það var einmitt á fallegum ágústdegi sem Kvenfélag Skeiðahrepps færði félagsheimilinu að Brautarholti góðar gjafir.

Fyrst ber að nefna fullkomið hjartastuðtæki sem er staðsett í matsalnum í húsinu og öllum aðgengilegt ef á þarf að halda. Félagið keypti einnig 10 mjög fín standborð sem verða notuð við hin ýmsu tækifæri.

Blóm og kósýheit eru kvenfélagskonum alltaf svo ofarlega í huga, og því ákváðu þær að gera fínt fyrir utan leikskólann/félagsheimilið og sundlaugina. Keypt voru stór blómaker hjá BM-Vallá og þau svo fyllt af fallegum plöntum.

Fyrir allmörgun árum fékk kvenfélagið einn af völundarsmiðum sveitarinnar, Eirík heitinn frá Votumýri, til að smíða fallegt útiborð til að setja fyrir utan skólann/félagsheimilið í Brautarholti. Fyrr á árinu ákvað kvenfélagið að láta smíða annað borð eins og Eiríksborðið og einnig að sjá um að koma því gamla í viðgerð. Nú eru borðin líka komin á sinn stað við sundlaugina og félagsheimilið/leikskólann og njóta sín vel.

Nýjar fréttir