8.4 C
Selfoss

Ein fallegasta hlaupaleið landsins

Vinsælast

Skráningarfrestur í Hengil Ultra Trail utanvegahlaupið lýkur á miðnætti næsta sunnudagskvöldið. Hlaupið er nú haldið í sjötta sinn en það fer fram laugardaginn 2. september nk.

Í keppninni í ár er í fyrsta sinn boðið upp á 100 kílómetra vegalengd sem gerir hlaupið að lengsta utanvegahlaupi á Íslandi. Einnig er boðið upp á fimm aðrar vegalengdir við allra hæfi. Hengill Ultra er síðasta stóra hlaup sumarsins og má því segja að þetta verði sannkölluð uppskeruhátíð íslenskra hlaupara. Allir keppendur fá geglegan keppnispoka með sérmerktum „Dry Fit“ bol keppninar og ýmsum skemmtilegum gjöfum frá kostendum og samstarfsaðilum hlaupsins.

Nokkrir þekktustu utanvegahlauparar landsins skráðir til leiks
Nokkur fjöldi erlendra gesta kemur sérstaklega til landsins til hlaupa í lengri vegalengdunum. Einnig eru nokkrir þekktustu utanvegahlauparar landsins skráðir til þátttöku. Flestir eru skráðir í 24 km hlaupið enda um að ræða eina fallegustu hlaupaleið landsins. Hún liggur upp frá Hveragerði, um Hamarinn, og þaðan upp Reykjadalinn, sem er einn eftirstóttasti áfangastaður erlendra gest á Íslandi. Bæjastjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir, ræsir keppendur í 24 km brautinni kl. 13:00

Þátttaka tryggir UTMB-punkta
Þátttaka í 50, 83 og 100 kílómetra vegalengdunum í Hengill Ultra tryggir keppendum þátttökupunkta í hinum heimsfrægu Mont Blanc hlaupum. Fjöldi hlaupara kemur erlendis frá til að taka þátt í Hengill Ultra því slík punktagjöf býðst ekki hvar sem er í heiminum. Hengill Ultra og Laugavegshlaup ÍBR eru einu hlaupin á Íslandi sem státa af slíku samstarfi við þessa vinsælu keppni í Sviss.

Ætla að gera Hengil Ultra Trail að einu af stærstu hlaupum landsins
Markmið skipuleggjenda er að gera Hengill Ultra að skemmtilegasta utanvegahlaupi landsins með metnaðarfulla umgjörð fyrir keppendur og aðstandendur. Á næstu fimm árum ætla aðstandendur hlaupsins að gera það að þekktri stærð í hlaupasamfélögum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.

Upphaf og mótsstjórn í Hveragerði
Upphaf hlaupsins og mótstjórn verður sem fyrr í hjarta Hveragerðis í lystigarði bæjarbúa og verður öllum vegalengdum haupsins startað þaðan. 100 og 83 kílómetra hlaupið verður ræst kl. 00:01 aðfaranótt laugardags. 50 km hlaupið verður ræst kl. 9:00. Ræsing í 24 km hlaupið er kl. 13:00 og 10 km og 5 km hlaupin verða ræst kl. 14:00.

Hlaupið er upp Reykjadalinn, upp á Hellisheiði og inn að Hengli og upp hann. Útsýnið þaðan algjörlega einstakt á góðum degi og þessi hlaupaleið einhver sú alfallegasta sem hægt er að finna á Íslandi. Í 5 og 10 kílómetra hlaupunum verður hlaupið meðfram Hamrinum, einu af fegurstu kennileitum Hveragerðis í gegnum skógivaxið svæðið fyrir ofan bæinn.

Aðstaða og umgjörð
Keppendum verður boðið upp á heita máltíð og hressingu eftir keppni og allir sem hlaupa fá gjafabréf í sund. Verðlaunaafhending og grillveisla fyrir keppendur og aðstandendur verður svo kl. 17:00. Tímatökubúnaður verður notaður og allir hlauparar nema í 5 og 10 kílómetrunum hlaupa með tímatökuflögur en tímatakan verður undir stjórn fagmanna frá ÞRÍKÓ sem sérhæfa sig í tímatökum á íþróttamótum sem þessum.

Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir
Allir keppendur fá Dry Fit hlaupabol með merki hlaupsins og dregið verður úr glæsilegum brautarvinningum á verðlaunaafhendingunni, þannig að allir fá eitthvað til minningar um þátttökuna í þessu mikla afreks hlaupi.

Slagorð hlaupsins er „Allir hlaupa, allir vinna og allir velkomnir“

Öryggi keppenda
Aukin áhersla verður lögð á öryggisgæslu í ár. Björgunarsveitir munu sjá um öryggisgæslu í brautinni en hlaupið er um torfær svæði og á mörgum stöðum eru tæki eins og fjórhjól og háfjallajeppar einu tækin sem komast auðveldlega til að geta sótt slasaða hlaupara úr brautinni

Tímasetningar:
Hengill Ultra fer fram 2. september nk.
· 100 km – ræsing kl. 00:01
· 83 km – ræsing kl. 00:01
· 50 km – ræsing kl. 09:00 .
· 24 km – ræsing kl. 11:00
· 10 km – ræsing kl. 14:00
· 5 km – ræsing kl. 14:00

Kort af hlaupaleiðum og nánari upplýsingar um mótið verður hægt að finná heimasíðu mótins www.hengillultra.is.

Skráning
Skráning í Hengill Ultra fer fram á www.hengillultra.is og er opin til miðnættis sunnudaginn 27. ágúst. Eftir það verður ekki hægt að skrá sig til leiks í 100, 83, 50 og 24 km hlaupin. Hægt verður að skrá sig í 5 og 10 km hlaupin fram til klukkan 13 á mótsdag.

Nýjar fréttir