![](https://i0.wp.com/www.dfs.is/wp-content/uploads/2017/08/hjalladael.jpg?resize=696%2C927&ssl=1)
Um liðna helgi var tilkynnt að Hjalladæl á Eyrarbakka væri fallegasta gatan í Árborg 2017. Íbúar við götun afhjúpuðu skilti laugardaginn 12. ágúst sl. og við það tækifæri færði Sandra Dís Hafþórsdóttir bæjarfulltrúi þeim blómvönd fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fallegasti garðurinn í sveitarfélaginnu var valinn garður þeirra Stefáns Péturssonar og Drafnar Jónsdóttur að Dverghólum 17 á Selfossi.
Snyrtilegasta stofnunin var valin Selfosskirkja.