10 C
Selfoss
Home Fréttir Samið um gatnagerð í Árnesi og Brautarholti

Samið um gatnagerð í Árnesi og Brautarholti

0
Samið um gatnagerð í Árnesi og Brautarholti
Vignir Svavarsson frá Nesey ehf., Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri og Börkur Brynjarsson, verkfræðingur hjá Tæknisviði Uppsveitanna.

Í síðustu viku var skrifað undir verksamning milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og verktakafyrirtækisins Neseyjar ehf. Um er að ræða verkið „Árnes, Brautarholt, gatnagerð og fráveita 2017.“ Verkið felur í sér malbikun á götum í Árnesi og Brautarholti, gerð gangstétta og steyptra kantsteina. Einnig þarf að setja sandföng og regnvatnsniðurföll sem tengja þarf við núverandi regnvatnslögn og jarðvegsskipta hluta vegsniðs. Samningsupphæð samkvæmt tilboði verktaka er 126,7 milljónir kr. Verklok eru áætluð 1. október 2018.