0 C
Selfoss

Landsbankinn áfram einn af aðalstyrktaraðilum Brúarhlaupsins

Vinsælast

Í vikunni var skrifað undir áframhaldandi samstarf Landsbankans á Selfossi og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss. Landsbankinn og frjálsíþróttadeildin hafa um árabil átt mjög gott samstarf sem hefur verið báðum aðilum til gagns. Með samstarfinu vill Landsbankinn sýna í verki áhuga sinn og stuðning við æskulýðs- og íþróttamál og um leið leggja áherslu á forvarnarþátt þess starfs.

Brúarhlaup Selfoss var fyrst hlaupið á 100 ára afmæli Ölfusárbrúar við Selfoss árið 1991. Upp kom sú upp hugmynd hjá forráðamönnum frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss að minnast afmælisins með því að standa fyrir almenningshlaupi á Selfossi og fékk hlaupið nafnið Brúarhlaup Selfoss. Allar götur síðan hefur frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss staðið fyrir hlaupinu ár hvert. Í ár fer hlaupið fram laugardaginn 12. ágúst nk.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi hlaupsins frá því sem upphaflega var. Dagsetningu hlaupsins hefur verið breytt, vegalengdum fækkað og hlaupaleiðir færðar inn í Selfossbæ í fallegt umhverfi á göngustígakerfi bæjarins. Á laugardaginn kemur verður keppt í 800 m Sprotahlaupi, 2,8 km, 5 km og 10 km hlaupi. Einnig verður keppt í 5 km hjólreiðum. Allar hlaupaleiðir eru löggiltar og mældar upp af viðurkenndum aðila.

Hægt er að skrá sig í hlaupið á vefnum hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi en einnig er hægt að skrá sig á hlaupadag í útibúi Landsbankans á Selfossi. Afhending keppnisgagna er á hlaupadag, 12. ágúst í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 9.00.

Nýjar fréttir