1.7 C
Selfoss

Björgvin Karl í 6. sæti á heimsleikunum í crossfit

Vinsælast

Björgvin Karl Guðmundsson CrossFit Hengli í Hveragerði varð í 6. sæti í karlaflokki á heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um um helgina. Björgvin fékk alls 786 stig og var aðeins 48 stigum frá verðlaunasæti.

Björgvin varð í 8. sæti í keppninni í fyrra en árið áður varð hann í 3. sæti. Bandaríkjamaðurinn Mathew Fraser vann öruggan sigur og varði titilinn frá síðasta ári.

Annie Mist Þórisdóttir varð í þriðja sæti í kvennakeppninni. Sara Sigmarsdóttir varð í fjórða sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir, sigurvegari síðustu tveggja ára, varð í fimmta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 18. sæti. Sigurvegari í kvennaflokki varð hin ástralska Tia-Clair Toomey.

Nýjar fréttir