6.1 C
Selfoss

Mikið álag á björgunarsveitum um helgina

Vinsælast

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um eitt leytið í gær vegna alvarlega veiks manns í fjalllendi í Biskupstungum. Aðstæður voru gríðalega krefjandi þannig að óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar strax í upphafi aðgerðar. Bjögunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn á Suðurlandi sinntu manninum á vettvangi bröttum hlíðum og rigningu. Um klukkan tvö var maðurinn hífður um borð í þyrlu LHG sem flutti hann til Reykjavíkur.

Gríðalegt álag hefur verið á björgunarsveitum í Árnessýslu um þessa verslunarmannahelgi og óvenju mikið af alvarlegum útköllum, samkvæmt aðgerðarstjórnendum á svæðinu.

Nýjar fréttir