8.9 C
Selfoss

Gleði og jákvæðni á Áhugamannamóti Íslands á Rangárbökkum

Vinsælast

Eitt skemmtilegasta mót ársins, Áhugamannamót Íslands, var haldið um helgina í þriðja skipti á Rangárbökkum við Hellu. Það voru hestamannafélögin Kópur, Sindri og Geysir sem stóðu að mótinu í ár. Mótið gekk virkilega vel og voru um 200 þátttakendur og einkenndi gleði og jákvæðni allt mótið.

Mót sem þetta yrði aldrei haldið án öflugra styrktaraðila en það var Icelandair Hótel Vík sem gaf öllum sigurvegurum gistingu fyrir tvo með morgunverði, Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur á Selfossi gaf öllum í 2. sæti gjafapoka og Sláturfélag Suðurlands gaf Múslí fyrir 3.–5. sæti. Allir sigurvegarar fengu til varðveislu farandbikar frá Gangmyllunni til eins árs. Aðrir sem styrktu mótið voru Orkan, Hótel Laki, Hótel Geirland og Vík horse Adventure. Mótsstjórn vill koma á framfæri þökkum til keppenda, sjálfboðaliða, styrktaraðila og annara starfsmanna því án þeirra yrði mót sem þetta aldrei haldið.

Sigurvegarar Áhugamannamóts Íslands 2017:
100 m skeið: Hulda Finnsdóttir og Funi frá Hofi.
Gæðingaskeið: Arnar Heimir Lárusson og Kormákur frá Þykkvabæ.
Tölt T4: Hrafnhildur Jónsdóttir og Hrímnir frá Syðra-Brennihóli.
Fimmgangur F2: Svanhildur Hall og Þeyr frá Holtsmúla.
Fjórgangur V5: Hjördís Rut Jónsdóttir og Hárekur frá Hafsteinsstöðum.
Fjórgangur V2: Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Fífill frá Feti.
Tölt T7: Sævar Leifsson og Pálina frá Gimli.
Tölt T3: Lára Jóhannsdóttir og Gormur frá Herríðarhóli.
Heildarniðurstöður eru aðgengilegar á heimasíðu Hestamannafélagsins Geysis www.hmfgeysir.is.

Nýjar fréttir