0.6 C
Selfoss

Sirkus Íslands á Selfossi um verslunarmannahelgina

Vinsælast

Sirkustjaldið Jökla rís brátt í Sigtúnsgarði á Selfossi en Sirkus Íslands verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Þrjár fjölbreyttar sýningar eru í boði fyrir unga sem aldna – nýja fjölskyldusýningin Róló, barnasýningin Litli sirkus og fullorðinssirkusinn Skinnsemi, sem er aðeins fyrir 18+.

Sýningarnar um verslunarmannahelgina verða sem hér segir:
Föstudagurinn 4. ágúst: Róló kl. 16, Skinnsemi – Fullorðinssirkus kl. 20.
Laugardagurinn 5. ágúst: Litli sirkus kl. 12, Róló kl. 16, Skinnsemi kl. 20.
Sunnudagurinn 6. ágúst: Litli sirkus kl. 11, Róló kl. 14 og kl. 18.

Miðasalan opnar við tjaldið á miðvikudag. Nánari upplýsingar um sýningarnar og miðasölu má finna nú þegar á http://farand.sirkusislands.is/. Miðasölusímar eru 771 7738 og 771 7186.

Nýjar fréttir