-0.9 C
Selfoss

Alþjóðadagur landvarða

Vinsælast

Á hverju ári halda landverðir um allan heim upp á alþjóðadag landvarða sem er 31. júlí. Þessi dagur er fyrst og fremst til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Á sl. 12 mánuðum hafa 105 landverðir látið lífið við störf sem snúa að verndun náttúru og dýralífs. Flestir þeirra eru frá Afríku og Asíu þar sem landverðir eiga m.a. í stríði við veiðiþjófa og skógarhöggsmenn. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti heimsins.

Landverðir Íslands fagna þessum degi víða um land og bjóða gestum friðlýstra svæða í fræðslugöngur til að kynna störf landvarða.

Í Skaftárhreppi bjóða landverðir Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs upp á þrjár gönguferðir í tilefni dagsins.
– Nunnur og tíminn í landslagi: Lagt var af stað frá Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri kl. 9:00 undir leiðsögn Guðbjargar Runólfsdóttur.
– Náttúruvættið Dverghamrar: Lagt var af stað frá bílastæðinu við Dverghamra kl. 11:00. Um var að ræða 1 klst. fræðslugöngu um náttúru svæðisins undir leiðsögn Ástu Kristínar og Þuríðar Helgu.
– Ástarbrautin upp með Systrafossum að náttúruvættinu Kirkjugólfi. Lagt af stað frá Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri kl. 18:00. Um 2 klst. miðlungs erfið ganga þar sem gestir verða fræddir um störf landvarða, náttúru, sögu og blómin undir leiðsögn Ástu Kristínar og Jónu Bjarkar.

Í Mýrdalshreppi var boðið upp á göngu um Friðlandið Dyrhólaey: Lagt var af stað frá bílastæðinu á Lágey kl. 14:00. Um 2 klst. miðlungs erfið ganga þar sem gestir voru fræddir um náttúru, sögu og störf landvarða undir leiðsögn Hákonar Ásgeirssonar og Helgu Hvanndal.

Í Rangárþyng Ytra var boðið upp á göngu um Friðland að Fjallabaki: Lagt var af stað frá skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum kl. 13:00. Um 2 klst. miðlungs erfið ganga þar sem genginn var Laugahringurinn og gestir fræddir um náttúru svæðisins og störf landvarða. Einnig gafst gestum tækifæri til að leggja sitt af mörkum í verndun svæðisins. Leiðsögumenn voru landverðirnir Hringur, Kristín og Valdimar.

Random Image

Nýjar fréttir