8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Bosnískur markmaður til liðs við Selfoss

Bosnískur markmaður til liðs við Selfoss

0
Bosnískur markmaður til liðs við Selfoss
Anadin Suljaković kemur til með að standa í markinu hjá Selfyssingum í Olísdeildinni í vetur. Mynd: UMFS.

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við efnilegan bosnískan markmann, Anadin Suljaković. Anadin er aðeins 19 ára gamall en er þrátt fyrir það reynslumikill markmaður. Hann hefur spilað með liði RK Maglaj í Bosníu og Hersegóvínu, Al Sadd SC í Katar ásamt því að hafa spilað með yngri landsliðum Katar frá árinu 2015.

Í tilkynningu segir að handknattleiksdeild Selfoss sé afar ánægð með að hafa tryggt sér krafta Anadin fyrir komandi átök í Olís-deildinni í vetur og að deildin sé fullviss um að Anadin eigi eftir að standa sig með prýði fyrir félagið.