6.1 C
Selfoss

Hvassviðri og allir fluttir í Vallaskóla

Vinsælast

Mikið rok var á tjaldstæðinu við Suðurhóla á Selfossi í gær en þar dvelja nu um 500 skátar í tengslum við stórt skátamót,World Scout Moot, sem haldið er hér á landi 25. júlí til 2. ágúst. Hvassviðrið í gær gerði það að verkum að nauðsynlegt var að fella tjöld og rýma svæðið. Allir þáttakendur voru því fluttir í Vallaskóla og væsti ekki um þá þar í nótt.

Búnaðurinn kominn inn í íþróttahús Vallaskóla á Selfossi.

Í kvöld kl. 20 verða skátarnir með bæjarskemtun í Sigtúnsgarðinum þar sem öllum íbúum á Selfossi er boðið að koma.

Fyrstu dagana voru skátarnir í tjaldbúðum víða um land. Síðustu fjóra dagana verður svo allur hópurinn sem er um 5.000 manns saman að Úlflsjótsvatni.

 

Nýjar fréttir