0.4 C
Selfoss

Gjaldtaka hafin á bílastæðum við Seljalandsfoss

Vinsælast

Gjaldtaka hófst á bílastæðum við Seljalandsfoss á föstu­dag í síðustu viku. Gjaldið er 700 kr. fyrir bíl í stæði yfir daginn og 3.000 kr. fyrir rútur. Þess má geta að á Þing­völlum er rukkað 500 kr. fyrir stæði og 3.000 kr. fyrir rútur. Síðar í sumar er fyrir­hugað að rukka fyrir stæði í Skaftafelli og fleiri staðir eru til athugunar.

Gjaldinu sem innheimt er við Seljalandsfoss er ætlað til að standa straum af byggingarkostn­aði, viðhaldi og rekstri bílastæða, kostnaði við uppbygg­ingu, viðhald og rekstur þjónustu svo sem salernisaðstöðu, gerð og viðhaldi göngustíga og tenginga við önnur samgöngumannvirki. Gjaldtakan er samstarfsverkefni landeigenda­fél­agsins Seljalands­foss ehf. og Rangárþings eystra.

Ljóst er að leggja þarf í tug­milljóna króna fjárfestingar í tengsl­um við uppbyggingu á aðstöðu við Seljalandsfoss. Áætlað er að yfir 500.000 ferðamenn hafi komið að fossinum á síðasta ári og því mikil þörf á góðri aðstöðu við fossinn og í nágrenni hans.

Nýjar fréttir