12.8 C
Selfoss

Ölfusárbrú verður lokuð frá miðnætti til kl. 06:00

Vinsælast

Í dag hefur verður unnið við malbikun á báðum akreinum á Suðurlandsvegi á milli Kögunarhóls og Þórustaðanámu. Annari akreininni var lokað í einu og umferð stýrt framhjá vinnusvæðinu. Áætlað er að framkvæmdirnar standi fram eftir degi.

Einnig er unnið við malbikun á Eyrarvegi á Selfossi, frá hringtorgi við Ölfusbrú og upp fyrir gatnamótin við Kirkjuveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl 17.00 til kl. 00.00.

Aðfaranótt miðvikudags 26. júlí er stefnt að því að malbika hringtorg við Ölfusárbrú á Selfossi. Ölfusárbrú ásamt hringtorgi verður lokað fyrir alla umferð og verður umferð beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 00:00 til kl. 06:00.

Miðvikudaginn 26. júlí er stefnt að því að malbika aðra akreinina á Suðurlandsveg frá hringtorgi við Toyota á Selfossi í áttina að Biskupstungnabraut. Akreininni verður lokað og verður umferð stýrt framhjá. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 07:00 til kl. 12:00.

Á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Uppfært 26.7. kl. 08:10:

Tafir á framkvæmdum við hringtorg við Ölfusárbrú

Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist og verður ekki hægt að opna veginn aftur fyrr en milli kl. 08.00 og kl. 09.00 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. (vegagerdin.is).

Nýjar fréttir