7.8 C
Selfoss

Nú er lag á Borg um verslunarmannahelgina

Vinsælast

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur sitt árlega harmonikumót „Nú er lag“ um verlsunarmannahelgina að Borg í Grímsnesi og er þetta í fyrsta skipti sem mótið fer þar fram.

Þar munu harmonikuunnendur víðs vegar að af landinu skemmta sér við harmonikuleik og söng yfir helgina. Dansleikir verða í félagsheimilinu á laugardag og sunnudag og þar sem margir af bestu dansspilurum landsins leika. Dansleikirnir hefjast klukkan 21:00.

Flemming Viðar Valmundsson.

Sérstakur heiðursgestur mótsins verður einn af bestu harmonikuleikurum landsins, Flemming Viðar Valmundsson 22 ára. Hann mun halda tónleika kl. 14:00 á laugardeginum. Þetta verða síðustu tónleikar hans á landinu að sinni, en hann er á förum til náms við Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Tónleikar hans verða örugglega vel þess virði að fylgjast með.

Á Borg eru stórar og góðar grasflatir þar sem leikið verður alla dagana ef veður leyfir. Maður er manns gaman.

Nýjar fréttir