-1.6 C
Selfoss

Uppgræðslu- og skógræktarverkefni Bláskógabyggðar og Mountaineers of Iceland

Vinsælast

Þann 10. júlí sl. skrifuðu Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, og Eyjólfur Eyfells, fyrir hönd Mountaineers of Iceland, undir samning sem felur í sér uppgræðslu og skógrækt á jörðinni Hólar sem er í eigu Bláskógabyggðar.

Um er að ræða samstarf milli Bláskógabyggðar, Landgræðslu ríkisins og Mountaineers, þar sem þeir síðastnefndu hafa sett sér það markmið að kolefnisjafna útlosun sína. Er þetta fyrsti liður í að ná því markmiði og er áætlað að Mountaineers muni veita árlega styrki við uppbyggingu umrædds uppgræðslu- og skógræktarverkefnis.

Ljóst er að um langtímaverkefni er að ræða og að það mun taka einhver ár að ná jafnvægi á kolefnisbindingu og losun. Töluverð undirbúningsvinna hefur þegar átt sér stað af hálfu Landgræðslu ríkisins , m.a. við að merkja land undir skógrækt og reikna bindigetu þess. Mountaineers hafa einnig lagt sig fram við að reikna út kolefnisútlosun fyrirtækisins og þannig er vitað hve mikla uppgræðslu og skógrækt þarf til að binda þá losun.

Samningsaðilar telja þetta vera frábært skref þar sem um er að ræða hrjóstrugt land, ekki langt frá starfsstöð Mountaineers á Langjökli. Með framvindu verkefnisins mun þetta land verða grænt og skógi vaxið sem er bæði fagurt og jákvætt fyrir umhverfið.

Nýjar fréttir